Vara er kvörtunarhæf þegar:
• Hún hefur skemmst í flutningi.
• Hana vantar við afhendingu eða rangur fjöldi er afhentur.
• Afhent með röngum málum eða rangri útfærslu.
• Hún stenst ekki gæðakröfur framleiðanda.

Vara er ekki kvörtunarhæf þegar:
• Þú sjálf(ur) veldur skemmdum á vörunni.
• Mistök eru gerð við pöntun (t.d. vegna rangra mælinga).
• Hún er ekki sett rétt upp.

Hvernig kem ég kvörtun á framfæri?
Miklu skiptir að tilkynna strax þegar galli uppgötvast, skemmdir og annað sem er kvörtunarhæft.

Við kvörtun skal fylla út kvörtunareyðublað hér að neðan og ýta á senda.

(VINSAMLEGA FYLLIÐ EYÐUBLAÐIÐ ÚT Á ENSKU)

Hvenær berst svar?
Við tökum kvörtun þína til meðferðar sem fyrst og í flestum tilfellum innan 2 virkra daga.

Sendið mynd með til glöggvunar.
​​​Vinsamlega festu myndina við eyðublaðið ef mögulegt er til að hægt sé að afgreiða kvörtun þína sem fyrst.

Tjón í flutningum / galli.
​Mundu að kvartanir vegna skemmda í flutningum eða galla við móttöku hjá endanlegum viðskiptavini eða á lager ykkar skal senda inn í síðasta lagi 30 dögum eftir móttöku á vörunum.

Ráð. Komdu með tillögu um úrlausn vegna kvörtunar. 
Við ábyrgjumst ekki að farið verði eftir tillögunni en hugsanlegt er að við getum flýtt fyrir úrlausn vegna kvörtunar með þessum upplýsingum.

Scroll to Top